Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
12.6.2007 | 04:07
Lífið í dag
Glaða sólskyn allan daginn með örlitlu roki ekkert til að gera veður út af,en gaman hefði nú verið að hafa alveg logn.Ég hljóma eins og dæmigerður nöldurseggur sem er aldrei ánægður hvernig sem veðrið er og kemur til með að verða í sumar,hvaða máli skiptir það svo sem mig sem fer altaf erlendis á haustinn og vinn allan ársinshring fer út í mína vinnu hvernig sem viðrar.Ég held ég hafi aldrei heyrt um Íslending sem hringdi í vinnuna sína og sagðist ekki koma vegna þess að veðrið væri slæmt með roki og rigningu.Það væri saga til næsta bæjar,mér finnst svo gaman að hugleiða svona ýmis málefni um hitt og þetta jafnvel segja algjört bull.Ég hef svo mikið að pæla um þessar mundir hef margar hugmundir í gangi og er alsæl með lífið og tilverunna vonandi gengur allt svona áfram en eflaust á veðrið sinn þátt í því bjart allan sólarhringinn.Ég er eingöngu á næturvöktum allar virka daga og kann því bara vel ,nóttinn er minn tími og hefur altaf verið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 04:20
Svona er ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 04:10
Næturhrafnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 04:03
Þriðjudagur
Æðislegt sumar sem við höfum þetta árið,allavega byrjar það ekki vel,best væri að breyta árstíðinni í sæmilegt haust.Þetta er annað sumarið í röð sem veðrið er alveg ómuglegt og dregur það okkur niður og allir verða þungir og fara í fýlu,vilja helst kúra undir feldi og láta jafnvel fara vel um sig með góða bók og konfekt.Ég er á næturvöktum og hými hérna alein með góða bók í hendi, það er alveg ágætt útaf fyrir sig allavega leiðist mér ekki er orðin svo vön því að vera ein á vakt,en samt væri nú gaman að hafa einhvern til að spjalla við .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)