Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Gleðilegt sumar

Hlæjandi Gleðilegt sumar og er þar með komin rigning og rok er þetta ekki alveg magnað með  okkur hér á fróni frost í nótt,blískapaveður um miðjan dag og síðan endar allt með rigningu og roki,ha:ha. Svona á þetta að vera allra veðra von,ég er stundum voða þreytt á veðrinu hér heima,það kemur mér alltaf að óvörum og stundum fatta ég ekki hvað ég er að gera hérna og fer ekki heldur á flakk út í heim,ég stefni á að gera það í náinni framtíð pakka saman mínum eigum og leggjast í ferðalög út og suður.

HUGLEIÐING

Fór að versla eftir vinnu og þvílík traffík mætti halda að það væri að koma stríð,ekki veit ég hvað fólk er að kaupa svona mikið,því nú eru flestar búðir opnar að mestu leiti um Páskanna eingöngu lokað í tvo daga.Það eru sko breyttir tímar þegar skelt var í lás á miðvikudag og ekki opnað fyrr en á þriðjudag eftir páska. Það er búið að vera alveg indælt veður í dag kannski svolítið kalt en ekki svo mikið.Er sjálf komin í páskafrí nema ég verði kölluð út á aukavakt ef mikil þörf er á.vONANDI KEMUR ÞAÐ EKKI TIL.

Mánudagur

Jæja þá er komin mánudagur og rigninginn lemur á gluggana vonandi verður betra veður um Páskanna þannig að hægt sé að njóta útiveru að einhverju leiti,ekki þar með sagt að ég fari að príla fjöll og svoleiðis en gott að skjótast út úr bænum og anda að sér sveitaloftinnu.Það er altaf gaman um páskanna páskaeggin fljóta út um allt og allir vilja fá stæðsta eggið,með sem mestu í ég læt mér næja lítið með málshætti,bara smá smakk.

Dagur no:1

Æðislegt nú er hægt að halda úti dagbók og leyfa ættingjum að fylgjast með daglegu lífi okkar hér á Fróni. Flestir ættingjarnir og nánustu skyldmenni eru búsettir erlendis og eru ekkert á leiðinni hingað heim aftur,enda er ekki eins spennandi að vera búsettur hér heima eins og í útlandinnu. Ég er á næturvakt og fer vaktinni að ljúka um klukkan átta,þá fer maður heim og sefur til hádegis og skreppur síðan í bæjarferð.Það þarf að versla í matinn og fleira hlutirnir gera sig ekki sjálfir.Ég er ekki vön að vinna um helgar er þá í fríi og slappa af og fleira í þeim dúr.Svo þarf að snurfussa í kringum sig og sína,það tek ég í áföngum ekki reyna mikið á sig á einu bretti,það er óhollt.Bless í bili


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband