Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Lífið í dag

Cool Glaða sólskyn allan daginn með örlitlu roki ekkert til að gera veður út af,en gaman hefði nú verið að hafa alveg logn.Ég hljóma eins og dæmigerður nöldurseggur sem er aldrei ánægður hvernig sem  veðrið er og kemur til með að verða í sumar,hvaða máli skiptir það svo sem mig sem  fer altaf erlendis á haustinn og vinn allan ársinshring fer út í mína vinnu hvernig sem viðrar.Ég held ég hafi aldrei heyrt um Íslending sem hringdi í vinnuna sína og sagðist ekki koma vegna þess að veðrið væri slæmt með roki og rigningu.Það væri saga til næsta bæjar,mér finnst svo gaman að hugleiða svona ýmis málefni um hitt og þetta jafnvel segja algjört bull.Ég hef svo mikið að pæla um þessar mundir hef margar hugmundir í gangi og er alsæl með lífið og tilverunna vonandi gengur allt svona áfram en eflaust á veðrið sinn þátt í því bjart allan sólarhringinn.Ég er eingöngu á næturvöktum allar virka daga og kann því bara vel ,nóttinn er minn tími og hefur altaf verið.


Svona er ég

GetLost  Ég er fagurlega skapaðir frá foreldrum mínum grannur og spengilegur og lipur í hreifingum.Heyri alveg afbragðs vel og veit um leið og einhver nálgast húsið okkar hvort það er heimsókn til okkar.Ég bý með henni móður minni og fer vel á með okkur og við miklir vinir,ja það getur nú fokið í okkur annað slagið ef okkur leiðist en mest megnis erum við perluvinir.Hver er ég???????

Næturhrafnar

Að vinna á næturvöktum er ekkert grín,sumir geta alls ekki vakað og eiga virkilega erfitt,svo eru aðrir sem geta vakað en þá kemur það vandamál að jafnvel í staðin að viðkomandi getur ekki sofið á daginn,ég hef sjálf verið meira eða minna á næturvöktum í yfir 30 ár og get ekki hugsað mér annað en að halda áfram eins lengi og líkamsklukkan segir ekki nei nú getur þú ekki lengur snúið sólarhringnnum við verður að fara að sofa á næturnar og vinna á dagin.Jú ég hef svo sem reynt það að snúa sólahringnum við og verð að segja það að stundum gengur það vel en oft er það voðalega erfitt eftir næturvinnu að koma heim og fara undir sæng.Ég held að ég sé búin að reyna allt sem mér hefur dottið í hug,á tímabili reyndi ég að lesa og sofnaði yfirleytt á öðrum eða þriðja kafla,nú svo dugði það ekki nema nokkurn tíma

Þriðjudagur

GetLost Æðislegt sumar sem við höfum þetta árið,allavega byrjar það ekki vel,best væri að breyta árstíðinni í sæmilegt haust.Þetta er annað sumarið í röð sem veðrið er alveg ómuglegt og dregur það okkur niður og allir verða þungir og fara í fýlu,vilja helst kúra undir feldi og láta jafnvel fara vel um sig með góða bók og konfekt.Ég er á næturvöktum og hými hérna alein með góða bók í hendi, það er alveg ágætt útaf fyrir sig allavega leiðist mér ekki er orðin svo vön því að vera ein á vakt,en samt væri nú gaman að hafa einhvern til að spjalla við .

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband