Vigguborg

Á meðan við Íslendingar kúrumst hér í kulda og og snjó er hún systir mín að spóka sig í henni Vigguborg.Í raun búa þau í Florída,keyptu sér hús fyrir ellilífeyrisþega og lifa þar algjöru kóngalífi,mér finnst svo ágætt að skíra staðin Vigguborg,enda er margt þar um að vera.Þeir sem búa þar að staðaldri hafa alveg nóg um að vera,þarna eru fullt af klúbbum,matsölustöðum og endalaust hægt að finna sér einhver skemmtileg tómstundastörf t.d. tennis,málun,bingó,sund og svo framvegis.Þarna er ekki hægt að láta sér leiðast enda að skoða myndir frá staðnum kemur manni bara í gott skap og fyllir mann ánægju að vita til þess að einhverir ellilýfeyrisþegar hafi það svo gott.Þetta með að kaupa sér lítið sérbýli á Florída er ekki svo slæm hugmund,best að taka það til athugunar enda nálgast starfslok óðfluga hjá mér,kannski ég pakki bara niður bolum,stuttbuxum,léttum sumarkjólum,kannski einni peysu og bandaskóm og haldi út til Florída þegar vetur gengur í garð hér heima á Fróni....ekki svo vitlaus hugmund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband