Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Flugur

Þá eru randaflugurnar komnar á stjá,þvílík flykki.
Ég stend í stríði við eina svaka stóra sem vill endilega koma inn til mín og er hún búin að gera margar tilraunir til að lauma sér inn um eldhúsgluggan,en ég hef getað verið einu skrefi á undan henni og skellt glugganum aftur fyrir framan flugutetrið.
Það verðu nú að segjast eins og er að svona flykki vil ég helst ekki inn til mín,mér finnst þær frekar ógeðfeldar og suðið í þeim fer ekki vel í mig.
Gott væri að hafa gamla kisan minn sem fargaði öllum flugum stórum og smáum sem voguðu sér að laumast inn til okkar.
Ég hefði betur sett net fyrir glugganna hjá mér eins og ég var að hugsa um í vor,en sló því svo á frest, það gæti nú samt farið svo að ég laumaði netinu upp einhvern daginn.....hver veit.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband