5.6.2008 | 05:06
Dagur í lífi kattar
Lífið hjá henni kisu minni er svona óskup notarlegt,hún finnur það nú að aldurinn fer að færast yfir hana og tekur því lífinu með ró? Sefur og borðar þegar henni hentar.Segja má að dagurinn sé skipt á nokkra þætti hjá henni.
1.Vaknað klukkan 6:40.
2.Gerðar nokkrar teyjur og geispað.
3.Labbað síðan í rólegheitunum fram í eldhús og ath,hvort ekki sé morgunmatur á ferð.
4.Eftir þvott kl 7:00 er farið fram að dyrum og beðið eftir að opnað sé fyrir hennar hátign.
5.Kíkt til veður úti á tröppum.
6. Labbað einn hring í garðinum og laumað sér svo inn um gluggan hjá nágrannanum og sofið þar í besta stólnum hans til hádegis.
7.Farið inn og borðaður hádegis..snarl og síðan lagt sig til klukkan 17:00 þá farið að snyrta sig fyrir kvöldmatinn .
8.Eftir vænan fiskbita er stefnan tekin á bælið og sofið þar til morguns í ró og næði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.