8.5.2007 | 00:40
Sumarfrí 2007
Nú er of langt gengið í sparnaði hjá LSH,nýjasta nýtt er að starfsfólkið fær ekki að taka fríin sín nema takmarkað.Fyrir suma skiptir þetta engu máli,en aðrir eru búnir að plana allt fríið og jafnvel að panta sér ferð til útlanda með fjölskyldunni.Af hverju í óskupunum var þessi áhvörðun kynnt núna síðasta fimmtudag dregin fram á síðasta dag,auðvitað kemur þessi frétt ekki okkur starfsfólkinu neitt á óvart við vissum alveg hvert allt stefnir,vandin er sá að ekki hefur verið hægt að ráða fagfólk til að leysa okkur af í sumarfríinnu svo þetta eru afleiðingarnar,nú og svo fáum við einungis 4.vikur í staðin fyrir 6.Eflaust eru fleiri eins og ég sem er búin að hlakka til að fara í frí og gera allt það sem ég náði ekki að gera í vetur vegna þess að ég tók svo mikið af aukavöktum vegna manneklu á deildinni sem ég er að vinna á og einnig á öðrum stöðum,hvernig er líka hægt að segja nei þegar hringt er og það liggur við að viðkomandi í símanum sé næstum grátandi og tilkynnir að það sé bara örfáir að vinna og liggji við neyðarástandi á staðnum,svona ástand er ekki óalgengt á sjúkrahúsum landsins og á eftir að verða meira um það í sumar og næsta haust.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.