Færsluflokkur: Vefurinn
5.6.2007 | 04:10
Næturhrafnar
Að vinna á næturvöktum er ekkert grín,sumir geta alls ekki vakað og eiga virkilega erfitt,svo eru aðrir sem geta vakað en þá kemur það vandamál að jafnvel í staðin að viðkomandi getur ekki sofið á daginn,ég hef sjálf verið meira eða minna á næturvöktum í yfir 30 ár og get ekki hugsað mér annað en að halda áfram eins lengi og líkamsklukkan segir ekki nei nú getur þú ekki lengur snúið sólarhringnnum við verður að fara að sofa á næturnar og vinna á dagin.Jú ég hef svo sem reynt það að snúa sólahringnum við og verð að segja það að stundum gengur það vel en oft er það voðalega erfitt eftir næturvinnu að koma heim og fara undir sæng.Ég held að ég sé búin að reyna allt sem mér hefur dottið í hug,á tímabili reyndi ég að lesa og sofnaði yfirleytt á öðrum eða þriðja kafla,nú svo dugði það ekki nema nokkurn tíma
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)